Novator fjárfestir í Catapult

Novator Partners, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við fjárfestingu …
Novator Partners, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við fjárfestingu sína í breska tæknifyrirtækinu Catapult. mbl.is/RAX

Novator Partners, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við fjárfestingu sína í breska tæknifyrirtækinu Catapult, sem var stofnað árið 2015, en greint var frá þessu á breska vefnum City A.M.

Íslendingurinn Ólafur Johnson er einn stofnenda Catapult, sem notar gervigreind til þess að leiða saman starfsmenn og fyrirtæki til tímabundinna starfa, en í umfjöllun City A.M. kemur fram að á meðal viðskiptavina fyrirtækisins séu fyrirtæki á borð við Topshop, Virgin og Busaba.

Catapult hefur nú safnað alls tíu milljónum punda, en fjárfestingin núna nýlega var upp á 4,3 milljónir punda og hefur það í för með sér að Birgir Már Ragnarsson frá Novator sest í stjórn fyrirtækisins. Birgir Már segir að Novator hafi fyrst fjárfest í Catapult fyrir ári síðan og fylgst með vexti fyrirtækisins síðan þá.

Haft er eftir Ólafi að í efnahagslífi nútímans og um fyrirsjáanlega framtíð sé það augljós kostur fyrir fyrirtæki að geta haft aukinn sveigjanleika í starfsmannahaldi og einnig að Catapult vilji hjálpa fólki að finna bestu störfin sem eru í boði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK