Segist ekki á leið í Seðlabankann

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. mbl.is/​Hari

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, segist ekki vera á leiðinni úr pólitíkinni aftur í Seðlabankann. Egill Helgason spurði Lilju í Silfrinu á Rúv hvort hún ætlaði sér að sækjast eftir að verða Seðlabankastjóri síðar á árinu þegar skipunartími Más Guðmundssonar seðlabankastjóra rennur út.

Lilja sagðist vera ánægð þar sem hún væri núna og að hún vildi klára stór mál sem hún væri að vinna að þar. Spurði Egill hana aftur hvort hún ætlaði sér að sitja í ríkisstjórninni svo framarlega sem hún myndi halda út kjörtímabilið og svaraði Lilja því játandi.

Sagðist Lilja hafa átt góðan tíma í Seðlabankanum og að nú væri að raungerast mál sem hún hefði lengi talað fyrir sem væri sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Sagði hún þá ákvörðun styrkja alla umgjörð peningastefnu og eftirlits. „Ég er mjög sátt þar sem ég er,“ sagði Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK