Viðræðum verður haldið áfram

Viðræður um kaup bandaríska fjárfestingafélagsins Indigo Partners á stórum hlut í WOW air hafa ekki enn skilað sér í samkomulagi að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu en til stóð að ljúka þeirri vinnu fyrir lok þessa mánaðar.

Fram kemur að félögin tvö muni halda áfram viðræðum sínum og vinnu að því að landa samkomulagi í góðri trú og stefnt sé að því að ljúka þeirri vinnu fyrir 29. mars.

Greint var frá því í gær að gengið hefði verið frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt.

Viðræður við Indigo Partners hafa staðið yfir frá því fyrir jól. Greint hefur verið frá því að gangi kaupin eftir muni bandaríska félagið eignast 49% hlut í WOW air.

Ríkisstjórnin fundaði í kvöld í Stjórnarráðinu en venjulega er fundartími hennar að morgni föstudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK