Hlutabréf Boeing lækka enn

Boeing 737 MAX vélarnar hafa notið fádæma vinsælda og hafa …
Boeing 737 MAX vélarnar hafa notið fádæma vinsælda og hafa flugfélög um heim allan pantað yfir 5.000 eintök af þeim. AFP

Eftir sviptingasaman dag í Kauphöllinni í New York í gær lækkuðu bréf flugvélaframleiðandans Boeing um 5,33% og þurrkuðust tæplega 1.500 milljarðar króna út af markaðsvirði félagsins í viðskiptum dagsins. Fyrir opnun markaða í gær virtist staðan þó enn svartari og bentu utanþingsviðskipti til þess að lækkunin gæti numið allt að 12%. Var það mesta dýfa sem félagið hefur tekið á markaði frá septembermánuði 2001 þegar hryðjuverkaárásir voru gerðar á Bandaríkin.

Það sem af er degi, og áður en Kauphöllin opnar í New York hafa bréf félagsins haldið áfram að lækka og nemur lækkunin um 3,0%. Virðist flugslysið þar sem vél Ethiopian Airlines fórst á sunnudag, því ætla að draga áfram dilk á eftir sér. Í nótt sem leið bættust yfirvöld í Singapore og Ástralíu í hóp þeirra ríkja sem ákveðið hafa að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8.

Hafa stjórnvöld gripið til þeirra aðgerða í ljósi þeirra líkinda sem virðast milli slyssins í Eþíópiu á sunnudag, þar sem 157 manns týndu lífi og slyss sem varð á Jövuhafi í  29. október í fyrra. Þar fórust 189 manns.

Markaðsvirði Boeing í Kauphöllinni í New York er um 27 þúsund milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK