Hagnaðurinn 192 milljónir

Hagnaður Gagnaveitu Reykjavíkur nam 192 milljónum króna í fyrra en tap fyrirtækisins nam 100 milljónum króna árið á undan.

Í fréttatilkynningu kemur fram að nú sjái fyrir endann á því mikla fjárfestingarverkefni að hvert einasta heimili í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu verði tengt ljósleiðaranum og eigi kost á Eitt gíg-netsambandi. Um 70% heimila í landinu eiga nú kost á að nýta sér ljósleiðarann.

„Ljósleiðarinn er opið grunnnet fjarskipta sem fjarskiptafyrirtæki á samkeppnismarkaði nýta til að bjóða þjónustu sína. Fyrirtækin sem bjóða þjónustu um ljósleiðarann í dag eru Nova, Vodafone, Hringdu og Hringiðan. Öllum sem tengd eru ljósleiðaranum býðst tengihraðinn Eitt gíg, eða 1.000 megabit á sekúndu, hvort sem er við upphal eða niðurhal. Ljósleiðarinn er í eigu Gagnaveitu Reykjavíkur, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK