Aðkoman hefði verið of áhættusöm

Ekkert verður af kaupum Icelandair Group á WOW air. Það …
Ekkert verður af kaupum Icelandair Group á WOW air. Það varð ljóst nú síðdegis.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi unnið sleitulaust að því frá því á fimmtudagskvöld að finna flöt á mögulegri aðkomu fyrrnefnda félagsins að rekstri þess síðarnefnda. Þær viðræður hafi ekki skilað tilætluðum árangri.

„Niðurstaða okkar er sú að það feli í sér of mikla áhættu fyrir Icelandair Group að koma að rekstri WOW air.“

Hann segir að í viðræðunum hafi allir möguleikar verið skoðaðir, allt frá því að kaupa félagið í heild eða að kaupa einstaka eignir út úr því. Nú þegar ljóst sé að ekkert verði af frekari viðræðum um þessar leiðir muni Icelandair einfaldlega einbeita sér að eigin rekstri.

„Það er ekki annað fyrir höndum,“ sagði Bogi Nils.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að aðkoma að WOW …
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að aðkoma að WOW air hefði reynst of áhættusöm fyrir félagið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Icelandair er með viðbragðsáætlun

Spurður út í áhrifin af viðræðuslitunum segist Bogi ekki vera í aðstöðu til að meta það. Hann segir þó að félagið hafi fylgst náið með framvindu mála á síðustu mánuðum, eða allt frá því að viðræður milli fyrirtækjanna hófust í byrjun nóvember í fyrra. Það hafi fyrirtækið haldið áfram að gera eftir að upp úr viðræðunum slitnaði fyrra sinni 29. nóvember síðastliðinn. Allt frá þeim tíma hafi félagið þó verið með ákveðna viðbragðsáætlun til staðar ef miklar breytingar yrðu á stöðu WOW air.

Fyrir helgi voru samkeppnisyfirvöld upplýst um að viðræður væru hafnar að nýju. Bogi segir hins vegar að Samkeppniseftirlitið hafi ekki komið frekar við sögu í viðræðunum. Þær hafi einfaldlega ekki verið komnar svo langt að ástæða hafi verið til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK