Í viðræðum við aðra kröfuhafa

WOW air.
WOW air. Haraldur Jónasson/Hari

Líkt og fram hefur komið á mbl.is hafa þeir fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW air í september síðastliðnum með auknum meirihluta atkvæða ákveðið að taka félagið yfir og breyta kröfum sínum í hlutafé.

Um er að ræða um 6,9 milljarða króna sem búið er að fá samþykki fyrir að breyta í hlutafé en viðræður standa nú yfir við aðra kröfuhafa félagsins fyrir utan skuldabréfaeigendahópinn. 

Samkvæmt heimildum mbl.is er búið að ná samþykki við hluta þeirra kröfuhafa sem standa fyrir utan þann hóp. Fari svo að samþykki þeirra náist gerir áætlun WOW air ráð fyrir því að umbreyta öllum þessum skuldum í 49% hlutafjár. Á svo að bjóða hin 51% til sölu en rætt hefur verið um 5 milljarða króna fyrir þann hlut.

Ekki hefur verið rætt um það innan kröfuhafahópsins að breyta skuld félagsins við Isavia.

„Ég hef trú á því, eftir að félagið er komið í þessa mynd, að þá sé þetta það áhugavert fjárfestingatækifæri fyrir nýja aðila eða núverandi kröfuhafa, að þeir sjái tækifæri í því taka þátt í þessu verkefni,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK