Of mikill mótvindur

mbl.is/​Hari

„Ísland er mjög dýrt land fyrir útflutningsgreinar, sérstaklega láglaunagrein eins og ferðaþjónustu. Öll þjónusta er dýr hérna fyrir ferðamenn, bílaleigubílar, rútur, hótel, veitingastaðir og annað. Þetta háa verðlag ógnar þessum greinum og það að reka flugfélag sem er í samkeppni við flugfélög sem eru með höfuðstöðvar í láglaunalöndum, Ungverjalandi, Póllandi og jafnvel Bretlandi, þar sem laun eru mun lægri en á Íslandi, gengur einfaldlega ekki til lengdar. Það er lærdómurinn sem við getum dregið af gjaldþroti WOW air.“

Þetta segir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, beðinn að leggja mat á gjaldþrot WOW air í vikunni.

Gylfi Zoëga prófessor.
Gylfi Zoëga prófessor. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gylfi bendir á, að ytri aðstæður hafi líka mikil áhrif á flugrekstur og í því sambandi er heimsmarkaðsverð á olíu stærsta breytan. „Olíuverð hafði verið mjög lágt 2015 og 2016 en hækkaði síðan og um leið og það gerist fara veikustu félögin út vegna þess að launakostnaður þeirra er mun hærri en hjá samkeppnisfélögunum. Icelandair er raunar með ennþá meiri launakostnað en WOW air var með en munurinn er sá að það félag er með meira eigið fé og þolir fyrir vikið meira.“

Fásinna að fara í verkföll

Gylfi segir verkföll starfsfólks í ferðaþjónustu ekki hafa hjálpað á sama tíma og WOW air reri lífróður. „Það var auðvitað fásinna að fara í verkföll sem sérstaklega beindust að þessari viðkvæmu grein sem greiðir svona há laun miðað við það sem sömu stéttir fá annars staðar. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að greiða miklu hærri laun fyrir sömu þjónustu í einu landi. Útflutningsgreinarnar hafa liðið fyrir mikinn kostnað sem þýðir að laun í evrum hér á landi eru mjög há. Það er þungbært að á sama tíma og þessi unga atvinnugrein er að berjast áfram sé verið að meiða hana með verkföllum. Því miður er þetta dæmi um marxíska hugsun sem hluti forystumanna verkalýðshreyfingarinnar aðhyllist.“

Nánar er rætt við Gylfa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK