Dregur úr vexti einkaneyslu

Það dregur úr vexti kortaveltu.
Það dregur úr vexti kortaveltu. mbl.is/​Hari

Það dregur úr vexti einkaneyslu þegar skoðuð er kortavelta Íslendinga, en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs jókst einkaneysla að raunvirði um 3,3% eftir að hafa aukist um meira en 5% samfellt síðan á þriðja ársfjórðungi 2015, að því er segir í nýrri hagsjá Landsbankans.

Fram kemur að einkaneysla sé um helmingur landsframleiðslu á Íslandi og að þróun hennar hafi mikil áhrif á hagvöxt.

Þá segir að þessi þróun hafi haldið áfram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þegar kortavelta jókst að raunvirði um 1,3% en hún jókst um 2,7% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þá hafði verið samfelld aukning kortaveltu yfir 5% frá síðasta ársfjórðungi árið 2014.

Einnig dregur ú vexti kortaveltu Íslendinga erlendis og var ákveðnum hápunkti náð þegar aukningin varð 57% í febrúar 2017. Í marsmánuði þessa árs dróst kortavelt erlendis saman um 1,1% milli ára, sem er fyrsta skipti sem samdráttur varð í slíkri veltu frá febrúar 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK