6,7 milljarða tap Icelandair

Icelandair skilaði töluverðu tapi fyrstaá ársfjórðungi ársins, en afkoman án …
Icelandair skilaði töluverðu tapi fyrstaá ársfjórðungi ársins, en afkoman án fjármagnsliða var nokkuð betri en á sama tíma í fyrra. mbl.is/Eggert

Á fyrsta ársfjórðungi ársins lækkaði eiginfjárhlutfall Icelandair úr 32% í 23% og var á sama tíma 6,7 milljarða króna rekstrartap. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri flugfélagsins sem birt var Kauphöllinni í kvöld.

Þá voru heildartekjur félagsins 30,2 milljarðar króna á tímabilinu og lækkuðu um 7% milli ára. EBITDA (afkoma án fjármagnsliða) var neikvæð um 1,8 milljarða króna sem þó er 19% betri afkoma en í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu félagsins að „farþegum félagsins til Íslands fjölgaði um 13% á fyrsta ársfjórðungi, farþegum frá Íslandi um 10% en farþegum milli Evrópu og N-Ameríku fækkaði um 2%.“

Haft er eftir Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, að rekstur félagsins hafi hins vegar verið krefjandi eins og búist hafi verið við „og var rekstrarniðurstaðan í takt við áætlanir. Þróun fargjalda var neikvæð milli ára, sem skýrist meðal annars af mikilli samkeppni við flugrekendur sem boðið hafa upp á ósjálfbær fargjöld.“

Bogi segir kyrrsetningu flugvéla félagsins af gerðinni Boeing 737-MAX hafa til skamms tíma orsakað tafir á breytingum innan félagsins sem var ætlað að bæta rekstrargrundvöllinn. Þá segir Bogi að aðkoma fjárfestingasjóðsins PAR Capital Management muni efla félagið, en sjóðurinn keypti 11,5% hlut í félaginu fyrir 5,6 milljarða króna.

Jafnframt séu „langtímahorfur félagsins eru góðar og með samstilltu átaki um mótun og innleiðingu heildstæðrar stefnu, er framtíð íslenskrar ferðaþjónustu björt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK