Buffett lýsir yfir trausti á 737 MAX

Warren Buffett.
Warren Buffett. AFP

„Ég mun aldrei hika eitt augnablik við að fljúga með 737 Boeing MAX,“ segir milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Warren Buffet. Þrátt fyrir að eiga hlutabréf í mörgum bandarískum félögum á hann ekki bréf í Boeing. 

Þetta var svar Buffets við spurningu fréttamanns AFP á ársfundi fjárfestingarfélags Buffets, Berkshire Hathawaym, í Omaha í dag.

Buffett, sem er þriðji ríkasti maður heims, á meðal annars hlutabréf í Coca-Cola, JPMorgan Chase, Goldman Sachs, Apple og Amazon en ekki í Boeing þrátt fyrir að hafa fjárfest í flugfélögum.

Hann var spurður út í áhrif flugslysanna á orðspor Boeing en um 350 manns létust í tveimur flugslysum á stuttum tíma þar sem flugvélin var af 737 MAX-gerð. Í kjölfar seinna slyssins voru slíkar vélar kyrrsettar og hefur það haft áhrif á afkomu flugfélaga um allan heim.

„Flugvélar hafa aldrei áður verið jafn öruggar,“ segir Buffett og hvetur um leið forstjóra Boeing, Dennis Muilenburg, til að setja öryggi farþega alltaf í fyrsta sæti.

Forstjóri Boeing, Dennis Muilenburg.
Forstjóri Boeing, Dennis Muilenburg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK