Leita atbeina dómstóla gegn Isavia á ný

Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.
Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC. mbl.is/Eggert

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC lagði nú eftir hádegið fram aðra aðfararbeiðni gegn Isavia í Héraðsdómi Reykjaness. Þess er krafist að farþegaþota sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli verði látin laus, enda sé búið að greiða skuldir hennar í samræmi við úrskurð héraðsdóms frá því í síðustu viku.

Þetta staðfestir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, við mbl.is. Hann vonast til þess að málið gangi hratt fyrir sig og að miðað við viðbrögð dómstólsins síðast ætti það að ganga eftir. 

ALC lagði fyrst fram aðfararbeiðni gegn Isavia þann 20. apríl þar sem þess var krafist að Isavia léti af hendi farþegaþotuna TF-GPA sem kyrrsett var við gjaldþrot WOW air þann 28. mars. Úrskurður héraðsdóms féll á fimmtudag, þar sem Isavia var sagt mega aftra brottför vélarinnar vegna þeirra gjalda sem tengjast vélinni sjálfri. Það félli ekki yfir aðrar skuldir WOW air við Isavia, en kyrrsetning vélarinnar átti að vera trygging fyrir um tveggja milljarða skuld WOW air við Isavia. 

Skuldir þessarar tilteknu vélar voru hins vegar metnar á um 87 milljónir króna samkvæmt útreikningum lögmanna ALC. Eins og mbl.is greindi frá var sú upphæð greidd til Isavia í morgun og Isavia gefinn frestur til klukkan 14 til þess að láta vélina af hendi. Ef ekki yrði leitað atbeina dómstóla á ný, sem nú hefur verið gert.

Isavia hafnaði því hins vegar, þar sem greiðslan var hvorki talin fullnaðargreiðsla vegna skulda WOW air né fullnægjandi trygging fyrir skuldunum sem nema um tveimur milljörðum króna.

Isavia kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar á föstudag og ítrekaði í dag að mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málið á æðra dómsstigi.

Vélin í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli.
Vélin í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK