Icelandair greiðir yfirverð fyrir eldsneytið

Icelandair flutti mun fleiri farþega í apríl en á sama …
Icelandair flutti mun fleiri farþega í apríl en á sama tíma í fyrra. mbl.is/Eggert

Varnir sem Icelandair Group hefur keypt vegna flökts á heimsmarkaðsverði á eldsneyti valda því að nú greiðir félagið hærra verð fyrir hluta þess eldsneytis sem það nýtir á flota sinn. Þannig stendur heimsmarkaðsverð á flugvélaeldsneyti nú í um 668 dollurum á tonnið en 47% af birgðum félagsins til næstu 12 mánaða miðast við verð upp á 701 dollara á tonnið. Þetta kom fram í máli Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, á fundi sem haldinn var með fjárfestum í gærmorgun.

Fundurinn var haldinn í kjölfar þess að félagið birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins eftir lokun markaða á föstudagskvöldið síðasta.

Lægri varnir lengra fram

Í kynningunni kom einnig fram að þær eldsneytisvarnir sem félagið hefur keypt 13 til 18 mánuði fram í tímann nema um 3% af ætlaðri notkun. Þær varnir tryggja félaginu hvert tonn á 675 dollara á tonnið.

Í uppgjörinu fyrir fyrsta fjórðung ársins kom fram að tap félagsins hefði numið 6,7 milljörðum króna. Þrátt fyrir að tapið hafi reynst meira en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir hækkuðu bréf félagsins í gær, á fyrsta degi eftir að uppgjörið var gert opinbert. Nam hækkunin reyndar ekki nema rúmum 0,2% í ríflega 430 milljóna króna viðskiptum.

Fyrir opnun markaða í gær sendi Icelandair frá sér flutningatölur fyrir aprílmánuð. Þar kom fram að farþegum félagsins í millilandaflugi fjölgaði um 19% frá sama mánuði í fyrra. Þá jókst sætanýtingin og reyndist 83,7% samanborið við 78,5% yfir sama tímabil í fyrra. 

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK