Tjónið nú þegar 50 milljónir

mbl.is/​Hari

Lögmenn bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC hafa lýst skaðabótaábyrgð á hendur Isavia með bréfi sem sent var félaginu í gær. Tengist málið kyrrsetningu farþegaþotunnar TF-GPA sem ALC á en var undir umráðarétti WOW air þar til félagið varð gjaldþrota 28. mars síðastliðinn.

Héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia sé einvörðungu heimilt að halda vélinni gegn skuldum sem WOW air stofnaði til með hagnýtingu þeirrar tilteknu vélar. Isavia hefur krafið ALC um milljarða greiðslu vegna skulda sem hlutust vegna umsvifa alls flugflota WOW air. Í kjölfar úrskurðar héraðsdóms greiddi ALC Isavia 87 milljónir króna, sem félagið telur andvirði þeirrar skuldar sem staðið hafi upp á WOW vegna TF-GPA.

Lögmenn ALC segja tjón félagsins vegna aðgerða Isavia nú þegar nema 400 þúsund dollurum hið minnsta, eða tæplega 50 milljónum króna. Þá bætist við ríflega 1,8 milljónir króna á degi hverjum. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK