Steinþór vísar ásökunum FA á bug

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir rangt a engin hætta stafi …
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir rangt a engin hætta stafi af innfluttu kjöti. Eggert Jóhannesson

„Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann vísar ásökunum Félags atvinnurekenda um tvískinnung gagnvart innflutningi á kjöti á bug Segir hann talsmann samtakana draga rangar ályktanir.

Félag atvinnurekenda sögðu á vefsíðu sinni að tvískinnungur væri falin í því að afurðastöðvar sem vara við kjötinnflutningi í auglýsingum flytji sjálfir inn kjöt erlendis frá. „Forsvarsmenn þessara fyrirtækja verða að fara að gera upp hug sinn,“ var haft eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra FA.

Sýklalyfjaónæmi

Í grein sinni í dag segir Steinþór að afurðarstöðvarnar flytji ekki inn kjöt vegna þess að þær telji enga hættu stafa af því heldur sé staðan sú að vegna tollasamnings Íslands og Evrópusambandsins „verður þetta kjöt […] flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr.“

„Afurðastöðvar, margar hverjar, hafa því ákveðið að bjóða í tollkvótana þar sem þær eru í þessum rekstri og hafa kerfi til að meðhöndla innflutt kjöt. En innflutt kjöt er ekki allt eins. Það er mikill munur á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins en tollasamningur Íslands við ESB gerir engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur,“ segir hann.

„Það er staðreynd sem ekki verður haggað að sýklalyfjaónæmi er ein helsta heilsufarsógnun mannkyns,“ segir forstjórinn og segir fyrirtækin sem standa að auglýsingum undir heitinu „Öruggur matur“ er ætlað að vekja athygli á þessari staðreynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK