Níu sagt upp í Arion banka

Níu starfsmönnum Arion banka var sagt upp í gær. Þar er fyrst og fremst um að ræða starfsmenn í höfuðstöðvum bankans.

Haraldur Guðni Eiðsson, yfirmaður samskiptamála hjá Arion banka, staðfestir þetta við mbl.is en Kjarninn greindi fyrst frá uppsögnunum.

Haraldur Guðni bætir við að bankinn hafi almennt verið á þeirri vegferð að auka skilvirkni í rekstrinum. „Starfsfólki bankans hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum og höfum við reynt að nýta starfsmannaveltu eins og hægt er en það dugar ekki alltaf til. Ef horft er til allrar starfsmannaveltu og annars ársfjórðungs þá má ætla að fækkun starfsfólks nemi u.þ.b. 20,“ segir hann.

Stöðugildin í Arion banka eru um 800 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK