Gengislán þorskeldi að falli

Aðeins fengust 3,4 milljónir í 2,2 milljarða gjaldþrot Álfsfells ehf. …
Aðeins fengust 3,4 milljónir í 2,2 milljarða gjaldþrot Álfsfells ehf. á Vestfjörðum. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðeins fengust 3,4 milljónir upp í 2,2 milljarða króna kröfur í þrotabú Álfsfells ehf., eða 0,15%. Með úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða 17. október 2012 var búið tekið til gjaldþrotaskipta.

Skiptum á búinu var lokið 27. maí 2019, að því er segir í Lögbirtingarblaðinu.

Álfsfell ehf. rak þorskeldi í Skutulsfirði og var helsti kröfuhafi í búið banki. Voru kröfurnar byggðar á gjaldeyrisláni sem fyrirtækinu hafi verið veitt, en lánið hækkaði gríðarlega í efnahagshruninu þegar gengi krónunnar féll.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK