Frestun lækkunar bankaskatts „óráðleg“

Samtök atvinnulífsins eru til húsa í Húsi atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins eru til húsa í Húsi atvinnulífsins. mbl.is/Ófeigur

Samtök atvinnulífsins telja óráðlegt af stjórnvöldum að fresta lækkun bankaskatts.

Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að stjórnvöld hafi boðað lækkun bankaskatts í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145% á árunum 2020-2023 og að frestun þess sé ekki ráðleg enda sé það mikið hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki að fjármálaþjónusta sé á sanngjörnum kjörum.

Átta sinnum meiri hækkun 

„Auk þeirra almennu skatta sem lagðir eru á fyrirtæki hérlendis greiða fjármálafyrirtækin bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Þessi sérskattlagning á fjármálafyrirtæki er nú um átta sinnum meiri en þekkist í nágrannalöndum okkar og munar þar mest um bankaskattinn,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að sérstök skattheimta á fjármálafyrirtæki hafi upphaflega verið sett árið 2011 til að bæta ríkissjóði kostnað vegna fjármálakreppunnar. „Sá kostnaður hefur nú verið greiddur að fullu og gott betur. Tekjurnar af þessum sérsköttum fara nú allar í að fjármagna almenn útgjöld ríkissjóðs en skattarnir hafa skilað að meðaltali um 15 milljörðum króna í skatttekjur á ári. Á endanum eru það viðskiptavinirnir, heimili og fyrirtæki, sem greiða sérskatta fjármálafyrirtækja í formi lakari vaxtakjara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK