Segir Icelandair ekki fara mikið lægra

Skúli Mogensen, stofnandi WOW air.
Skúli Mogensen, stofnandi WOW air. mbl.is/Eggert

Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, eyddi töluverðu púðri í erindi sínu á Startup Iceland-ráðstefnunni í Hörpu að tíunda það sem WOW air hefði átt að gera þegar félagið var í rekstri og að stærstu mistökin hafi falist í því að horfa af leið WOW air sem lággjaldaflugfélags. Þar talaði Skúli í fyrsta skipti opinberlega eftir gjaldþrot WOW air í lok mars.

Sagði hann að ef hann fengi tækifæri til þess að endurreisa félagið myndi hann stökkva strax á það tækifæri og nota vörumerki WOW air í ljósi þess að félagið náði afar góðum árangri hvað varðar markaðssetningu.

Þá myndi Skúli hafa „WOW 2.0“ betur fjármagnað en fyrirrennara þess og nefndi hann einnig að þegar best gekk hjá WOW air hafi hann fengið tækifæri til þess að fá meira fjármagn til þess að styðja við félagið en hann hafi hafnað því boði. 

Skúli Mogensen segir Icelandair vera í miklum vandræðum með kostnaðargrunn …
Skúli Mogensen segir Icelandair vera í miklum vandræðum með kostnaðargrunn félagsins. mbl.is/Eggert

En mesta áherslu myndi Skúli leggja á WOW air sem svokallað „ofurlággjaldaflugfélag“ sem myndi meðal annars selja miðana beint af vefsíðu WOW air til þess að minnka flækjustig, hafa einsleitan flota og nýta allar leiðir til þess að halda kostnaði niðri. 

„Við myndum setja eins mörg sæti og hægt er í flugvélina. Sum ykkar hugsa eflaust að það sé óþægilegt. En það er það sem þið fáið ef þið borgið 69 dollara fyrir miðann,“ sagði Skúli og nefndi einig að nauðsynlegt væri að fá fólk frá öllum löndum til þess að vinna fyrir sig ef það fæli í sér lægri kostnað.

Ofurlággjaldaflugfélagið WOW air.
Ofurlággjaldaflugfélagið WOW air.

Fóru af leið

„Við rugluðumst í ríminu og gerðum ekki það sem við áttum sannarlega að gera. Af því að hafði gengið svo vel. Og við vildum þjóna öllum og fórum að bjóða upp á premium-vörur. Þaðan fórum við af leið. Þegar hlutirnir fóru að ganga illa árið 2017 taldi ég að við þyrftum að bjóða upp á meiri þjónustu og betur borgandi kúnna. Það var algjört kjaftæði. Við áttum að gera hið gagnstæða. Við hefðum átt að bæta við sætum, fara úr 220 í 230, þessi auka 4% af sætum skipta gríðarlega miklu máli og eru hreinar viðbættar tekjur því kostnaðurinn er sá sami," sagði Skúli er hann horfði til baka.

Skúli var einnig fjölorður um kostnaðarliði flugfélaga almennt. 

„Í geira þar sem erfitt er að ná fram hagnaði skiptir kostnaðurinn öllu máli,“ segir Skúli og vísaði einnig í rannsókn sem gerð af var flugfélaginu Easy Jet þar sem fram kom að flestir veldu flugmiða á grundvelli verðs.

„Þetta snýst ekki um að hækka verð heldur að lækka kostnað. Ef þetta er það sem viðskiptavinurinn segir þá áttu að fullnægja því markmiði. Þá mun þér ganga vel. Til þess að ná því markmiði þarftu að vera með lægri kostnað en samkeppnisaðilar þínir,“ sagði Skúli.

Í glæru sem vísaði aftur til ársins 2017 talaði Skúli um mismunandi kostnað á hvert sæti miðað við lengd flugleggja.

Skúli fjallaði töluvert um kostnað flugfélaga og mikilvægi þess að …
Skúli fjallaði töluvert um kostnað flugfélaga og mikilvægi þess að halda honum eins lágum og mögulegt er.

„Í samanburði við samkeppnisaðila okkar á leið yfir Atlantshafið, aftur í samanburði við Icelandair, þá gátum við selt okkar miða á 20-40% lægra verði en þeir á hverjum degi og enn hagnast á því. Þetta var á þeim tíma þar sem við höfðum enn óhagkvæma kostnaðarliði. Ef ég myndi gera þetta aftur, með það sem ég nefndi áðan að leiðarljósi, gætum við nálgast Wizz air,“ sagði Skúli.

„Ég held því miður, að Icelandair geti ekki lækkað verð sín mikið meira. Þeir hafa talað um að lækka kostnað í langan tíma, en hafa átt í vandræðum með það og það mun vera þannig áfram. Hinn valmöguleikinn er að hækka verð en hvað gerist þá? Þeir missa viðskiptavini,“ sagði Skúli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK