Spáir erfiðum árum fyrir hótelin

Klaus Ortlieb hóteleigandi segir skort hafi skipulag í uppbyggingu hótelrýma …
Klaus Ortlieb hóteleigandi segir skort hafi skipulag í uppbyggingu hótelrýma í höfuðbroginni og spáir erfiðum tímum framundan. Ljósmynd/Aðsend

„Ef menn eru að stefna að því að verða eins og South Beach í Miami, þá hverfur allur sjarmi,“ segir Klaus Ortlieb, eigandi Hlemmur Square, í samtali við mbl.is. Hann telur gríðarlega uppbyggingu hótelrýma í Reykjavík og óhagstætt skattaumhverfi hafa skaðað samkeppnisstöðu Íslands sem áfangastaðar og skapað verðstríð á markaðnum.

Jafnframt hafi verið jákvætt að skortur var á framboði hótelrýma, þar sem það tryggði áreiðanlegri rekstur til langs tíma.

Ortlieb, sem er eigandi hótela í New York og London, telur borgaryfirvöld hafa skaðað greinina með því að hafa ekki hagað uppbyggingu með skipulögðum hætti.

Miklar framkvæmdir hafa verið í Reykjavíkurborg að undanförnu, margar hverjar …
Miklar framkvæmdir hafa verið í Reykjavíkurborg að undanförnu, margar hverjar vegna nýrra hótela. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Fór að hægja á 2018

„Við byrjuðum með Hlemmur Square hótel og gistiheimili 2013 og það var ekki mjög mikið um ferðamenn á þeim tíma, en náði hápunkti 2017. Árið 2018 gat maður þegar séð að farið var að hægja á þessu. Það var ekki endilega sjáanlegt á tölum flugvallarins, þeir taka ekki tillit til þess að ferðamenn sem komu 2017 voru á landinu um fimm daga og nú er það þrír eða tveir dagar. Þetta er svakaleg breyting,“ útskýrir Ortlieb.

Fjöldi farþega um Leifsstöð segir því lítið um stöðu greinarinnar, að mati hans.

„Því miður hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að það hefur orðið offramboð af hótelum í borginni með umfangsmiklum hótelbyggingum sem hafa verið byggð og eru í byggingu.“

Hætta á gjaldþrotum

Hann telur að hótelum verði lokað vegna ástandsins. „En ég mun reyna hvað sem ég get til þess að komast hjá því hvað mig varðar. Ég hef farið í gegnum svona þrisvar í New York og veit – sem betur fer – hvernig á að aðlagast slíkum aðstæðum.“

„Þetta er hrikalegt sem er að gerast. Gjaldskrá [hótelanna] hefur lækkað mikið, fólk hefur fleiri valmöguleika og gisting í borginni er ekki uppseld. Áður var uppselt allt sumarið,“ segir Ortlieb og bætir við að ástandið hafi þróast í verðlagsstríð milli hótela á höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi hótela hafa verið byggð og verið í byggingu síðustu …
Fjöldi hótela hafa verið byggð og verið í byggingu síðustu misseri. mbl.is/​Hari

„Þessi uppbygging hefur skaðað hótelin sem voru fyrir og borgina sjálfa,“ segir hóteleigandinn og vísar til þess að aukið atvinnuleysi og slakari afkoma fyrirtækja muni draga úr tekjum ríkissjóðs og borgarinnar.

Skort skipulag

Ortlieb telur afar óheppilegt að borgaryfirvöld hafi ekki einbeitt sér að því að greina ástandið á markaðnum og skipulagt uppbyggingu í borginni betur. „Á þeim tíma sem þeir voru að leyfa öllum sem vildu að byggja og fylla borgina með hótelherbergjum í algjörri óreglu, hefði borgin þurft að halda í taumana.“

„Þeir hafa með þessu eyðilagt borgarlandslag og ásýnd Reykjavíkur, eyðilagt sitt eigið viðskiptamódel. […] Svo eru þeir alltaf seinir að bregðast við í stað þess að sýna forsjálni,“ segir hann.

„Ég tel að hótelbransinn taki við sér á ný, en það mun ekki gerast á morgun. Það mun taka mörg ár að ná fyrri styrk, en til þess að ná því markmiði verður að aðhafast.“

Krefst aðgerða vegna skertrar samkeppnisstöðu

„Á flestum stöðum í heiminum er reynt að skapa hvetjandi viðskiptaumhverfi sem hjálpar atvinnurekendum að halda fyrirtækjum gangandi,“ segir hann og telur það ekki vera gert hér á landi. Vísar hann til þess að gistináttaskatturinn var þrefaldaður fyrir þremur árum sem hefur kallað á verulega verðhækkun á ódýrum valkostum eins og gisti- og farfuglaheimilum.

Þá bendir hann einnig á að nýir kjarasamningar kalla á verulega kostnaðaraukningu.

Hótelrekandinn telur samkeppnisstöðu Íslands sem áfangastaðar versna sífellt meira þar sem yfirvöld hafa ekki sýnt viðleitni til þess að finna aðrar leiðir til þess að auka tekjur opinberra sjóða af ferðamönnum.

„Ég er búinn að tvöfalda markaðssetninguna og borgin ætti að gera hið sama,“ svarar hótelrekandinn er hann er spurður hvað þurfi að gera í stöðunni. Jafnframt þurfi að setjast niður og hugsa út í það hvað þessi iðnaðurinn þýðir fyrir landið í heild.

Hann telur markaðssetningu þó ekki duga, einnig þurfi að breyta skattaumhverfinu því álögur hafa hækkað mikið á síðustu árum.

Hlemmur Square hótelið.
Hlemmur Square hótelið.

Hótelin ná ekki til viðskiptavina Airbnb

Skortur á hótelherbergjum gerði það að verkum að bókanir gistinga í gegnum Airbnb fjölgaði mjög mikið. Spurður hvort aukið framboð hótelherbergja muni leiða til þess að viðskiptin færast yfir til hótelanna, segir Ortlieb það ekki líklegt.

„Því miður mun það ekki gerast. Ég trúi því ekki, ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Ef fólk er að ferðast fjórir eða fimm saman, mun alltaf vera ódýrara að nota Airbnb fram yfir að leigja fjögur eða fimm hótelherbergi.“

Hann segist þó ánægður að reglum um slíka útleigu hafi verið komið á og að takmarkanir hafi verið settar á umfang Airbnb. „Þetta getur haft neikvæð áhrif á fólkið sem býr og vinnu í borginni, leigan verður sífellt hærri.“

Skorturinn var frábær

„Staðreyndin er sú að það var frábært að ekki var nægt framboð hótelherbergja, vegna þess að það skapar biðröð af fólki sem vill koma til Íslands. Núna er verið að stytta bókunarlistanna til næstu ára,“ staðhæfir Ortlieb og útskýrir að með því að halda eftirspurninni hárri er hægt að tryggja áreiðanlegri tekjur af ferðamönnum.

Hann telur að ferðamenn muni áfram sækja Ísland heim, en að það verður með öðrum hætti verði ekki komið á skipulagi. „Sjáðu til dæmis Capri. Þangað fóru Hollywood-stjörnurnar og allir vildu fara þangað. Svo byggðu menn látlaust og eyjan missti sjarmann sinn. Nú er bara farið þangað vegna þess að það er ódýrt.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, krafðist verulegra bóta á kjörum …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, krafðist verulegra bóta á kjörum hótelstarfsmanna í vor. mbl.is/Eggert
mbl/Arnþór Birkisson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK