Chanel kaupir í 66° Norður

Unnið er að því að markaðssetja vörumerkið á erlendum markaði.
Unnið er að því að markaðssetja vörumerkið á erlendum markaði. mbl.is

Fjárfestingasjóðurinn Mousse Partners Limited, sem stýrt er af fjölskyldunni sem á tískuhúsið Chanel, hefur fest kaup á tæplega helmingshlut Sjó­klæðagerðar­inn­ar 66° Norður fyr­ir 30 millj­ón­ir evra eða um 3,7 millj­arða ís­lenskra króna.

Greint var frá því í júlí í fyrra að bandarískur fjárfestingasjóður hefði keypt hlutinn í 66° Norður en ekki var þá greint frá því hver kaupandinn var.

Busienss of Fashion birti fyrr í dag frétt þar sem fram kom að umræddur kaupandi væri Mousse Partners í New York, að því er fram kemur í umfjöllun RÚV.

66° Norður hefur verið rekið með tapi síðustu ár og segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við RÚV að verið sé að vinna í því að markaðssetja vörumerkið á erlendum markaði. Það að taka inn fjársterkan minnihlutaeiganda sé mikilvægt skref.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK