„Hæpið að standist lög“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Ljósmynd/Félag atvinnurekenda

„Þetta er bara ekki góð staða og hæpið að þetta standist lög og samþykktir sjóðsins,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), er mbl.is leitar viðbragða vegna ákvörðunar fulltrúaráðs VR um að afturkalla umboð fulltrúa sinna í stjórn Lífeyrissjóð verzlunarmanna.

Félagið er eitt af fimm samtökum atvinnurekenda sem skipa í stjórn lífeyrissjóðsins. 

„Það er gert ráð fyrir því að stjórnin sé sjálfstæð í sínum störfum og starfi í þágu sjóðfélaga. Ég hef ekki séð nein rök fyrir því að ákvörðun stjórnarinnar gangi gegn hagsmunum sjóðsins eða sjóðfélaga. Það eru algjörlega málefnaleg rök fyrir ákvörðunum sem stjórnin hefur tekið,“ segir Ólafur.

Spurður nánar út í ákvarðanir stjórnarinnar, segist hann ekki ætla að ræða efnislega hverja ákvörðun stjórnarinnar fyrir sig. „Til þess erum við með stjórnarmann sem uppfyllir kröfur Fjármálaeftirlitsins og er undir ströngu aðhaldi og eftirliti. Við einfaldlega treystum því fólki sem við tilnefnum í stjórnina.“

Félagið á eftir að rýna í stöðuna en aðalmaður og varamaður sem skipaðir voru í stjórn sjóðsins fyrir FA eru í sumarleyfi, að sögn framkvæmdastjórans. „Þannig að við höfum ekki haft tækifæri til þess að ræða þetta við okkar fólk í stjórninni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK