Rekinn ef þú hlýðir ekki Ragnari Þór

Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Fulltrúar þeirra samtaka atvinnurekenda sem mbl.is hefur rætt við lýsa miklum áhyggjum og gera athugasemdir við ákvörðun fulltrúaráðs VR um að afturkalla umboð stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vegna vaxtaákvörðun stjórnarinnar.

„Það virðist vera eins og það sé verið að grafa undan sjálfstæði stjórnar eins stærsta fjárfestingasjóðs Íslands og skilaboðin þau að ef þú hlýðir ekki Ragnari Þór þá verðurðu rekinn,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, í samtali við mbl.is.

Annað skipti sem FME hnýtir í VR

„Það má ekki gleyma því að tilgangur lífeyrissjóða er að ávaxta lífeyri, en ekki að fylgja fyrirmælum VR. Þarna er verið að opna fyrir það að spila með framtíðarlífeyri, því lögbundinn tilgangur lífeyrissjóða er að ávaxta ellilífeyri,“ útskýrir hann.

Hann segir þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til þess að hnýta í afskipti af sjóðnum. „Áður voru það boðuð afskipti og nú eru það raunveruleg afskipti af stjórn sjóðsins. Þetta hlýtur að kalla á spurningu um hvað gerist næst. Virðist allavega vera búið að sýna fram á það að ef þú gerir ekki eins og þér er sagt þá er þér bara sópað út.“

„Ég held að við séum að setja mjög hættulegt fordæmi með þessu og það er ófyrirséð hvaða afleiðingar þetta kemur til með að hafa,“ segir Gunnar Dofri.

Hafa lýst áhyggjum

Haft hefur verið eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að hann telji „hæpið“ að aðgerðir VR standist lög og hefur Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagt þetta „óheillaþróun.“

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af stjórn VR og fjórir af þeim samtökum atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, en þau eru: Kaupmannasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda og Viðskiptaráð Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK