Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

Stutt er síðan Birgir tók við forstjórastólnum af Ingimundi Sigurpálssyni, …
Stutt er síðan Birgir tók við forstjórastólnum af Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts til fimmtán ára.

Nýr forstjóri Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Birgir Jónsson tók til starfa í lok maí og segir skýrsluna því ekki snerta hann með beinum hætti.

„Við kynntum í morgun viðamiklar breytingar sem eru fyrstu skref í því hagræðingarferli sem við erum að fara í,“ segir Birgir í samtali við mbl.is. „Mér finnst skýrslan mjög jákvæð upp á það að gera, hún er vel unnin og kemur til með að hjálpa mér og mínu fólki gríðarlega í þessari endurskipulagningu.“

Lítur á skýrsluna eins og biblíu

Í henni séu meðal annars tillögur að úrbótum sem passi vel við hans eigin áherslur og hann líti því á skýrsluna sem eins konar biblíu. „Ég get unnið eftir henni.“

Eins og áður segir er stutt síðan Birgir tók við forstjórastólnum af Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts til fimmtán ára. Aðspurður við hvernig búi hann hafi tekið segir Birgir ljóst að Íslandspóstur búi yfir miklum mannauði með góðar hugmyndir, kraft og metnað.

Að mati ríkisendurskoðanda er ekki útilokað að Íslandspóstur þurfi á …
Að mati ríkisendurskoðanda er ekki útilokað að Íslandspóstur þurfi á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„En eins og skýrslan sýnir vel þá er staðan náttúrulega mjög þröng,“ segir Birgir og að verkefnið sé ærið: að snúa rekstrinum til betri vegar.

Að mati ríkisendurskoðanda er ekki útilokað að Íslandspóstur þurfi á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta ári, en tilefni skýrslunnar var 1,5 milljarða króna fyrirgreiðsla sem fyrirtækið fékk í vetur. 

Birgir útilokar ekkert í þeim málum og segir erfitt fyrir hann að segja til um það á þessum tímapunkti. Hann ætli þó að tryggja að ef svo verður, verði það vegna kostnaðar við alþjónustuna sem fyrirtækið veiti en ekki vegna yfirbyggingar eða reksturs. „Ef Íslandspóstur þarf að fá aðra innspýtingu verðu ástæðan fyrir því módelið sjálft og það verður þá ríkið sem þarf að tækla það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK