Stærsti samningur í sögu Kolviðar

Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs, og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, …
Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs, og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

Bláa lónið hefur samið við Kolvið um að kolefnisjafna rekstur fyrirtækisins frá og með árinu 2019, en markmiðið er að binda kolefni sem fellur til vegna allrar starfsemi Bláa lónsins og er um að ræða stærsta samning sem Kolviður hefur gert við nokkurt fyrirtæki á Íslandi fram til þessa.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Kolefnisbindingin á sér stað í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt sem Kolviður hefur umsjón með og er áætlað að gróðursetja um 18 þúsund tré árlega.

„Umhverfismál eru okkur hugleikinn og með þessu framtaki viljum við gefa gestum okkar kost á því að kolefnisjafna alla upplifunina, frá upphafi til enda,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. „Við stefnum jafnframt á að draga enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda með ýmsum umbótaverkefnum sem munu skila meiri fjárhagslegum ávinningi en áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK