Yfir eitt þúsund kröfur í búið

WOW air keypti helm­ings­hlut í Gam­anferðum árið 2015. Mynd tek­in …
WOW air keypti helm­ings­hlut í Gam­anferðum árið 2015. Mynd tek­in af því til­efni: For­stöðumaður hópa­deild­ar Gam­anferða, Skúli Mo­gensen for­stjóri WOW air, Þór Bær­ing fram­kvæmda­stjóri Gam­anferða og Engil­bert Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs WOW air og stjórn­ar­maður Gam­anferða. Mynd/​WOW

Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út á miðnætti fimmtudaginn 20. júní.

Kröfur sem berast eftir þann tíma teljast of seint fram komnar og verða ekki teknar til greina. Í tilkynningu á vef Ferðamálastofu frá því í síðustu viku kemur fram að nú taki við yfirferð og vinnsla krafna en í ljósi fjöldans má búast við að nokkurn tíma taki að fara yfir og taka afstöðu til þeirra. Reynt verður að hraða ferlinu eins og hægt er en þó má í fyrsta lagi búast við að mál fari að skýrast með haustinu.

Ferðaskrif­stof­an Gam­anferðir skilaði inn ferðaskrif­stofu­leyfi sínu og hætti starf­semi í apríl. Í til­kynn­ingu frá ferðaskrif­stof­unni seg­ir að fall WOW air, sem átti 49% hlut, hafi orðið fé­lag­inu mun þyngri baggi en gert hafði verið ráð fyr­ir. 

Ferðaskrif­stof­an Gam­anferðir var stofnuð árið 2012 af Þór Bær­ing Ólafs­syni og Braga Hinrik Magnús­syni. Berg­lind Snæ­land og Ingi­björg Ey­steins­dótt­ir bættust síðar við hluthafahópinn. WOW air keypti helm­ings­hlut í ferðaskrif­stof­unni árið 2015 en fyr­ir­tæk­in höfðu unnið sam­an frá stofn­un WOW air. 

Þór Bær­ing Ólafs­son starfaði sem fram­kvæmda­stjóri Gam­anferða og Bragi Hinrik Magnús­son sem for­stöðumaður hópa­deild­ar. Þór og Bragi Hinrik hafa starfað í ferðageir­an­um síðan 2003 en þá stofnuðu þeir ferðaskrif­stof­una Mark­menn. Árið 2005 keypti svo Ice­land Express ferðaskrif­stof­una Mark­menn og í kjöl­farið breytt­ist nafnið í Express-Ferðir.

Þegar WOW air var stofnað í lok árs 2011 ákváðu þeir Þór og Bragi að stofna nýja ferðaskrif­stofu og gerðu sam­starfs­samn­ing við WOW air. Til að byrja með voru fót­bolta­ferðir og tón­leika­ferðir í aðal­hlut­verki en hægt og ró­lega jókst vöru­úr­valið og þegar mest var bauð fé­lagið upp á sól­ar­ferðir, fót­bolta­ferðir, tón­leika­ferðir, borg­ar­ferðir, golf­ferðir, skíðaferðir, æf­inga­ferðir fyr­ir íþrótta­fé­lög, íþrótta­mót, auk ým­issa sér­ferða og hóp­ferða fyr­ir all­ar gerðir af hóp­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK