Íbúðaverð í fjölbýli hækkar um 3,4%

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um -0,2% milli mánaða. Mynd …
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um -0,2% milli mánaða. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarson

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% á milli maí og júní samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Fram kemur í frétt á vef Íbúðalánasjóðs að árshækkun vísitölu íbúðaverðs mælist nú 3,2%,samanborið við 3,9% árshækkun í  maí og 5,2% í júní í fyrra.

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði hins vegar um -0,2% milli mánaða og er það í fyrsta sinn frá því í maí 2012 sem það mælist raunverðslækkun á milli ára. Segir í frétt Hagstofunnar að lækkun í vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu  nemi 0,2%  sé miðað við sama mánuð árið á undan.

Að teknu tilliti til verðbólgu mælist nú nánar tiltekið um 0,2% lækkun í vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá sama mánuði 2018.

Verð fjölbýlis hækkaði um 0,3% milli maí- og júnímánaðar, en lækkun á íbúðum í sérbýli nam 0,5% lækkun á milli mánaða. Verð fjölbýlis hefur hækkað um 3,4% frá júní í fyrra samanborið við 3,8% í maí og 3,7% í júní 2018.

Mælist 12 mánaða hækkunartaktur sérbýlis nú um 1,8%, samanborið við 4,4% í maí og 9,3% í júnímánuði í fyrra. 

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin tvö ár  fylgt almennri launaþróun nokkuð stöðugt eftir snarpar verðhækkanir frá síðri hluta árs 2016 og fram á mitt ár 2017. Undanfarið ár hafa laun hins vegar hækkað um 1,2% umfram íbúðaverð.

Alls var 3.404 kaupsamningum fyrir íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þinglýst á fyrri helmingi þessa árs og er það um 4% fækkun kaupsamninga frá tímabilinu frá janúar-júní 2018 þegar 3.546 kaupsamningum var þinglýst.

Kort/Íbúðalánasjóður
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK