Skipun Sigríðar hafði tekið gildi

Sigríður Benediktsdóttir nýtti sér fjárfestingarleið Seðlabankans.
Sigríður Benediktsdóttir nýtti sér fjárfestingarleið Seðlabankans. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ég get staðfest að ég nýtti, ásamt eiginmanni mínum, fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands þann 15. febrúar 2012. Það var hins vegar áður en ég kom til starfa í bankanum. Það gerði ég ekki fyrr en 20. apríl þetta sama ár og tók þá við öllum verkefnum framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs.“ Þetta segir Sigríður Benediktsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands.

Þrátt fyrir að Sigríður hafi ekki komið til starfa í Seðlabankanum fyrr en í síðari hluta aprílmánaðar gilti skipun hennar samkvæmt upplýsingum Seðlabankans frá 1. janúar 2012 eða rúmum einum og hálfum mánuði áður en hún tók þátt í útboðinu.

Líkt og fram kom í frétt ViðskiptaMoggans í morgun nýtti Sigríður, þá nýráðin fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöðug­leika­sviðs bank­ans, sér leiðina rúmri viku eft­ir að Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri setti regl­ur, sem bönnuðu til­tekn­um starfs­mönn­um bank­ans að taka þátt í fjár­fest­ing­ar­leiðinni svo­kölluðu.

Þegar ViðskiptaMogginn bar fyrirspurn undir Seðlabankann þess efnis hvort Sigríður Benediktsdóttir, þá framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs bankans, hafi tekið þátt í fjárfestingarleiðinni, bar bankinn við ákvæðum laga um þagnarskyldu sem finna má í lögum um Seðlabanka Íslands.

Lesa má ítarlegri umfjöllun um málið í ViðskiptaMogga dagsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK