9% fjölgun farþega milli ára

Farþegum Icelandair til Íslands fjölgaði um 32%, eða um ríflega …
Farþegum Icelandair til Íslands fjölgaði um 32%, eða um ríflega 60 þúsund. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. Framboð var aukið um 8% og var sætanýting 82,9% samanborið við 85,3% í júlí í fyrra. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Icelandair Group að leiðakerfisbreytingar sem gerðar voru vegna kyrrsetningar á Boeing 737 Max 8 farþegaþotum félagsins hafi haft töluvert neikvæða áhrif á sætanýtingu í júlí.

Farþegum til Íslands fjölgaði um 32%, eða um ríflega 60 þúsund. Þá hefur félagið aldrei flutt jafnmarga farþega til landsins í júlímánuði og þetta árið, eða samtals tæplega 251 þúsund. Farþegum fjölgaði einnig á heimamarkaðinum frá Íslandi, eða um 23%, sem nam rúmlega 11 þúsund farþegum.

Segir í fréttatilkynningu að aukning farþeganna til og frá Íslandi sé „vegna áherslu félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla félagsins og breytinga í samkeppnisumhverfinu með því að tryggja flugframboð á þessum mörkuðum.“

Air Iceland Connect flaug með 28 þúsund farþega í júlí og er það 10% fækkun milli ára, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,1% og dróst örlítið saman á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði hins vegar um 5% milli ára og fraktflutningar jukust um 6%.

Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 3% og var herbergjanýting 89,6% samanborið við 84,1% í júlí 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK