Beint flug til Dallas leggst af

American Airlines mun ekki lengur fljúga til Dallas, en mun …
American Airlines mun ekki lengur fljúga til Dallas, en mun fljúga til Fíladelfíu. Ljósmynd/Aðsend

Ekki verður lengur hægt að fljúga beint frá Keflavíkurvelli til Dallas í Texas í Bandaríkjunum eftir að American Airlines ákvað að láta af þessari leið, að því er fram kemur á vef Túrista. American Airlines mun hins vegar fljúga daglega til Fíladelfíu næsta sumar.

Haft er eftir fjölmiðlafulltrúa American Airlines að breytingin feli í sér tækifæri á sviði tengiflugs þar sem félagið flýgur um öll Bandaríkin frá borginni.

Þá er sagt frá því að bæði WOW air og Icelandair hófu beint flug til Dallas í fyrra og að um leið hafi American Airlines einnig hafið flug milli Keflavíkurflugvallar og borgarinnar. Er staðhæft á vef Túrista að íslensku flugfélögin hafi ekki ráðið við samkeppnina og tilkynnt hafi verið síðastliðið haust að ekki yrði flogið til Texas í sumar.

Breytingarnar á flugi American Airlines gera það að verkum að Icelandair fær samkeppni í flugi til Fíladelfíu, en Icelandair hefur flogið til borgarinnar yfir sumartímann síðastliðin ár. Hyggst American Airlines fljúga daglega milli Íslands og Fíladelfíu frá 4. júní til 24. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK