Harka á steypumarkaði

Útlit er fyrir samdrátt í steypuframleiðslu í ár.
Útlit er fyrir samdrátt í steypuframleiðslu í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Markaðurinn er örugglega örlítið minni og er hugsanlega líka aðeins að færast til. Við erum að vaxa í hverjum mánuði,“ segir Pétur Ingason, framkvæmdastjóri Steinsteypunnar, sem hóf starfsemi í október á síðasta ári.

Steinsteypan hefur aukið framleiðslu sína um 30% síðastliðna fjóra mánuði að sögn Péturs og svo virðist sem fyrirtækið sé að ná að hrista aðeins upp í samkeppninni á markaðnum.

Gert er ráð fyrir samdrætti í framleiðslu í ár miðað við í fyrra, hjá stærri fyrrirtækjum á markaði, BM Vallá og Steypustöðinni. Hið fyrrnefnda gerir ráð fyrir að samdráttur á milli ára verði 20-25% hið minnsta. Steypustöðin gerir ráð fyrir 10-20% samdrætti í framleiðslu. „Árið í fyrra var mjög gott og síðustu þrjú ár hafa verið góð. Þetta verður líklega eitthvað lakara. En við bjuggumst við samdrætti,“ segir Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður BM Vallár. „Þessi bransi er í nánu sambandi við efnahagslífið almennt og við fundum fyrir því strax í fyrra að það fór að verða erfiðara fyrir menn að fjármagna ný verkefni,“ segir Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK