Jón Björnsson tekjuhæsti forstjórinn

Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, var tekjuhæsti forstjóri landsins í …
Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, var tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra. Tekjur hans námu að jafnaði 28,4 milljónum króna á mánuði. mbl.is/Golli

Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, var tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra. Mánaðartekjur hans námu að jafnaði 28,4 milljónum króna, samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra. Rekstrarfélög fyrirtækisins eru N1, Krónan, Elko og Bakkinn en Jón lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins síðasta haust. 

Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Þar má finna upplýsingar um tekjur 3.725 Íslendinga. Töluverð óvissa hefur verið með útgáfu blaðsins í ár þar sem ríkisskattstjóri gefur ekki upp lista yfir tekjuhæstu einstaklingana í ár. 

Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, segir í samtali við mbl.is að það hafi hins vegar ekki komið að sök við vinnslu blaðsins í ár eftir allt saman. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kemur næstur á eftir Jóni með 27,5 milljónir að jafnaði í mánaðarlaun. Fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu að hið rétt sé að Kári sé með 7,5 milljónir á mánuði. „Mismunurinn stafar að mestu af því að Kári Stefánsson ákvað leysa til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðs í fyrra. Sú eingreiðsla bætist við skattstofninn og þannig verður þessi misskilningur til,“ segir í tilkynningunni. 

Þriðji tekjuhæsti forstjórinn samkvæmt úttektinni er Vilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, með 27,4 milljónir. Þar á eftir koma Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri hjá Alcoa í Bandaríkjunum, með 14,7 milljónir. 

Ein kona er á listanum yfir tíu tekjuhæstu forstjórana, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er með 6,2 milljónir á mánuði. 

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er í …
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er í 10. sæti á lista yfir launahæstu forstjórana á síðasta ári. Hún er jafnframt eina konan í efstu tíu sætunum. mbl.is/Eggert

Tíu tekjuhæstu forstjórarnir árið 2018: 

  1. Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar: 28,4 milljónir
  2. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar: 27,5 milljónir
  3. Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Alvogen: 27,4 milljónir
  4. Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri hjá Alcoa í Bandaríkjunum14,7 milljónir
  5. Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis: 10,4 milljónir
  6. Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins: 10,3 milljónir
  7. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels: 8,9 milljónir
  8. Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp: 8,2 milljónir
  9. Carlos Cruz, fyrrverandi forstjóri Coca Cola á Íslandi, 8,1 milljón
  10. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi: 6,2 milljónir
Nýtt tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Í blaðinu …
Nýtt tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Í blaðinu má finna má tekjur ríflega 3.700 Íslendinga.

Sjá nánar hér


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK