Listamenn á sultarlaunum

Það er of dýrt að „playa dýrt“, eins og Erpur …
Það er of dýrt að „playa dýrt“, eins og Erpur þekkir manna best. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ýmissa grasa kennir í tekjublaði Frjálsrar verslunar, sem gefið var út í dag en þar eru heildarlaun reiknuð, út frá álagningarskrá ríkisskattstjóra.

Þónokkrir listamenn rata á listann og eru tekjur þeirra æði misjafnar. Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur í mánaðarlaun 429.000, öllu meira en starfsbróðir hans rapparinn Erpur Eyvindarson, Blaz Roca, sem hefur 220.000 krónur upp úr krafsinu á mánuði, ef marka má Tekjublaðið. Þá hefur Ragnheiður Gröndal söngkona 236 þúsund krónur á mánuði og Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, 160 þúsund krónur á mánuði. 

Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur 243 þúsund krónur í mánaðarlaun og Nína Dögg Filippusdóttir leikkona 211 þúsund.

Tekjublaðið er þó vitanlega ekki óskeikult, en þangað rata aðeins tekjur af innlendri vinnu, og vitanlega aðeins þær sem gefnar eru upp til skatts.

Grínistar áberandi meðal tekjuhárra

Ekki eru allir listamenn á flæðiskeri staddir, en á topp listans rata Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi, Haukur Heiðar Hauksson, læknir og söngvari Diktu, og Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur, en allir eiga þeir sammerkt að hafa listina að aukabúgrein.

Aðrir launaháir listamenn eru Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi jr. leikari og skemmtikraftur, með 1,74 milljónir á mánuði, Björn Bragi Arnarsson, skemmtikraftur og sjónvarpsmaður, sem hafði í fyrra 1,49 milljónir króna að meðaltali í mánaðarlaun, og Baltasar Kormákur leikstjóri með 1,48 milljónir. Pétur Jóhann Sigfússon, leikari og grínisti, hafði 1,41 milljón í mánaðarlaun og Auðunn Blöndal, starfsbróðir hans, var með 1,19 milljónir.

Þá voru laun Kristínar Eysteinsdóttur borgarleikhússtjóra 1,24 milljónir og Páls Óskars Hjálmtýssonar tónlistarmanns 544 þúsund krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK