Nýr forstjóri Deloitte á Íslandi

Þorsteinn Pétur Guðjónsson verður næsti forstjóri Deloitte á Íslandi.
Þorsteinn Pétur Guðjónsson verður næsti forstjóri Deloitte á Íslandi.

Þorsteinn Pétur Guðjónsson verður næsti forstjóri Deloitte á Íslandi. Hann tekur formlega við af Sigurði Páli Haukssyni á aðalfundi félagsins 14. september, en Sigurður Páll hefur sinnt forstjórastarfinu undanfarin 6 ár.

Þorsteinn Pétur hefur starfað hjá Deloitte í um 20 ár, þar af sem eigandi frá árinu 2008 og sviðsstjóri endurskoðunar- og reikningsskila frá árinu 2014. „Þorsteinn Pétur hefur yfirgripsmikla reynslu af endurskoðun og ráðgjöf og hefur starfað fyrir viðskiptavini Deloitte í öllum helstu atvinnugreinum, þá sérstaklega fyrir alþjóðleg fyrirtæki.

Sigurður Páll mun taka við nýju hlutverki innan félagsins. Hann mun nýta reynslu sína af uppbyggingu á ráðgjafarhluta Deloitte, á meðan hann var forstjóri félagsins, sem meðeigandi til 16 ára og endurskoðandi til 25 ára hjá Deloitte við að vinna með viðskiptavinum félagsins þvert á öll svið þess,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK