Gurra grís seld á 500 milljarða

Pabbi grís, sem sumir vilja meina að líkist Ed Sheeran, …
Pabbi grís, sem sumir vilja meina að líkist Ed Sheeran, Gurra grís, Georg grís og mamma grís í lautarferð. Ljósmynd/Twitter

Bandaríski leikfangaframleiðandinn Hasbro hefur gengið frá viðræðum við breska fyrirtækið Entertainment One um kaup á vörumerkinu Gurru grís (e. Peppa Pig) fyrir fjóra milljarða dollara, eða sem nemur tæpum 500 milljörðum króna. Hluthafar í Entertainment Onefá 850 krónur fyrir hvern hlut sem þeir eiga í fyrirtækinu. 

Með kaupunum mun efni sem miðað er að fjölskyldum aukast svo um munar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hasbro. Fyrirtækið fram­leiðir fjölda leik­fanga líkt og t.d. Trans­for­mers, My Little Pony og Monopoly.

Gurra grís er líklega þekktasti og farsælasti teiknimyndagrísinn en tekjur vegna vörumerkisins nema árlega um einum milljarði dollara. 

Teiknimyndirnar um Gurru, Georg bróður hennar, mömmu grís og pabba grís hafa notið mikilla vinsælda víða um heim og hefur varningur tengdur vörumerkinu selst afar vel. Þættirnir hafa verið þýddir á yfir 40 tungumál, þar á meðal íslensku, og sýndir í yfir 180 löndum. Gurra ætti því að vera landsmönnum vel þekkt, en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur til að mynda skreytt afmælisköku fyrir dóttur sína í Gurru grís-stíl. 

Von er á kvikmynd um ævintýri Gurru og hefur BBC haft upp á röddinni á bak við Gurru, hinni 15 ára gömlu Harley Bird, sem hefur talað fyrir Gurru frá því að hún var fimm ára gömul. 

„Ég fór í prufu og hljómaði eins og grís, fimm ára gamall grís,“ segir hún. Harley var ólæs þegar hún byrjaði að tala fyrir Gurru en það kom ekki að sök í hljóðverinu. Í dag dreymir Harley um hlutverk í Marvel-kvikmynd, en sinnir enn þá hlutverki Gurru af einskærri gleði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK