Hagnaður Íslandssjóða 262 milljónir

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Eggert

Allir sjóðir Íslandssjóða skiluðu jákvæðri ávöxtun á fyrstu sex mánuðum ársins og nam ávöxtun sjóðanna alls 8.010 milljónum króna, sem renna til viðskiptavina félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hagnaður Íslandssjóða hf. nam 262 milljónum króna en 28,9% aukning varð á tekjum á milli ára. Nú starfar hjá félaginu 21 sérfræðingur í eignastýringu, 10 konur og 11 karlar.

Alls voru eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum 298 milljarðar króna í lok tímabilsins. Íslandssjóðir hf. er elsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1994 og er dótturfélag Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK