Ofurhetjur græða á tá og fingri

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AFP

Leikkonan Scarlett Johansson er á toppi lista Forbes yfir hæst launuðu leikkonur heims annað árið í röð.  Dwayne Johnson er tekjuhæsti leikarinn en hann var í öðru sæti listans í fyrra. Hlutverk ofurhetja skilar greinilega góðum tekjum ef marka má tekjulistana. 

Tekjur Scarlett Johansson námu 56 milljónum Bandaríkjadala, sem svarar til rúmlega sjö milljarða króna. Forbes birti listann yfir tekjuhæstu leikarana og leikkonurnar í gær. 

Johansson, sem er 34 ára, var með 15,5 milljónum dala meira í laun í ár, frá júní 2018 til júní 2019, en í fyrra. Helsta skýringin er gríðarleg velgengni kvikmyndarinnar Avengers: Endgame -- the final chapter of the saga. Johansson fékk 35 milljónir dala fyrir það hlutverk. Hún mun 

Þrátt fyrir háar tekjur Johansson og starfssystra hennar í Hollywood sem fengu yfir 20 milljónir dala í laun á síðasta rekstrarári þá er hún aðeins í áttunda sæti á sameiginlegum lista yfir karl- og kvenleikara.

Dwayne Johnson.
Dwayne Johnson. AFP

Til að mynda er Robert Downey Jr., sem leikur á móti Johansson í Avengers með um 55 milljónir dala í laun fyrir hlutverk sitt í myndinni. Hann er í þriðja sæti listans með alls 66 milljónir dala í laun en Chris Hemsworth er með 76,4 milljónir og Dwayne Johnson er með 89,4 milljónir Bandaríkjadala í laun. 

Topp 10:

1. Scarlett Johansson (56 milljónir Bandaríkjadala)

2. Sofia Vergara (44,1 milljón Bandaríkjadala)

3. Reese Witherspoon (35 milljónir Bandaríkjadala)

4. Nicole Kidman (34 milljónir Bandaríkjadala)

5. Jennifer Aniston (28 milljónir Bandaríkjadala)

6. Kaley Cuoco (25 milljónir Bandaríkjadala)

7. Elisabeth Moss (24 milljónir Bandaríkjadala)

8. Margot Robbie (23,5 milljónir Bandaríkjadala)

9. Charlize Theron (23 milljónir Bandaríkjadala)

10. Ellen Pompeo (22 milljónir Bandaríkjadala)

Topp 10:

1. Dwayne Johnson (89,4 milljónir Bandaríkjadala)

2. Chris Hemsworth (76,4 milljónir Bandaríkjadala)

3. Robert Downey Jr. (66 milljónir Bandaríkjadala)

4. Akshay Kumar (65 milljónir Bandaríkjadala)

5. Jackie Chan (58 milljónir Bandaríkjadala)

6. Bradley Cooper (57 milljónir Bandaríkjadala)

7. Adam Sandler (57 milljónir Bandaríkjadala)

8. Chris Evans (43,5 milljónir Bandaríkjadala)

9. Paul Rudd (41 milljón Bandaríkjadala)

10. Will Smith (35 milljónir Bandaríkjadala)

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK