Efasemdir um flugáform

Það er með öllu óvíst hvernig nýtt WOW-félag mun haga …
Það er með öllu óvíst hvernig nýtt WOW-félag mun haga rekstri sínum miðað við yfirlýsingar. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er vitað hvaða eignir fyrirtæki Michele Roosevelt Edwards (áður Ballarin), USAerospace Associates LLC, hefur keypt úr þrotabúi WOW air. Fram hefur komið í fréttatilkynningu að þær tengist vörumerki hins fallna flugfélags.

Jafnframt var í tilkynningu fyrir helgi sagt frá því að flug myndi hefjast í næsta mánuði.

Einnig hefur Ballarin lýst því í samtali við Stöð 2 að opnað verði fyrir miðasölu í vikunni, en að því er Morgunblaðið kemst næst hefur ekkert þeirra félaga sem nefnd hafa verið í tengslum við endurreisn WOW air flugrekstrarleyfi. Hvorki hér á landi né í Bandaríkjunum.

Talið er sérkennilegt að hið nýja félag hyggist hefja flug á þeim árstíma sem farþegum til Íslands fari almennt fækkandi og að óbreyttu stefni í að félagið tapi peningum fram að næsta sumri, frekar en að hefja flug vorið 2020. Einnig eru uppi efasemdir um það hvernig áform sem lýst var á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag samræmast rekstri lággjaldaflugfélags.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist ritstjóri ferðavefsins Túrista ekki vera sannfærður um áformin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK