Hefta þurfi kvikar hreyfingar

Frá fundinum í Seðlabanka Íslands í hádeginu. Gylfi Zoega í …
Frá fundinum í Seðlabanka Íslands í hádeginu. Gylfi Zoega í ræðustól. mbl.is/Hjörtur

„Til þess að geta haft sjálfstæða peningamálastefnu, það er það sem þjóðin vill, þá verður að hefta þessar kviku hreyfingar. Við erum ekki að tala um að hefta erlendar fjárfestingar til langs tíma. Við erum að tala um kvikar hreyfingar sem notfæra sér vaxtamun og gengissveiflur.“

Þetta sagði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, í erindi sem hann flutti á velsóttum hádegisfundi á vegum Hagsmunasamtaka kvenna í hagfræði í seðlabankanum gær um áhrif neikvæðra vaxta á heimshagkerfið. Bætti hann við í gamansömum tón að það væri alls ekki svo að Íslendingar hefðu eitthvað á móti útlendingum þeir væru bara svo margir. Það væri allt annað ef aðeins væri um að ræða til dæmis Færeyinga.

Gylfi sagði ljóst að neikvæðir vextir, eins og væru víða erlendis, væru hættulegir fyrir fjármálastöðugleika og fyrir vikið ekki æskilegir. „Ef þú ferð með seðlabankavexti í mínus eða núll er það dæmi um meiriháttar vandamál sem hefur slæmar afleiðingar. Það sem þeir gera er að fresta vandamálunum sem geta orðið miklu verri í framtíðinni.“

„Hér á landi erum við ekki með þessi vandamál sem kalla á lága vexti. Það væri æskilegt að hafa hærri vexti hér en hvernig getur maður haft hærri vexti hér en annars staðar án þess að búa til þessa fjármagnsflutninga sem setja allt á annan endann,“ sagði Gylfi.

Það hefðu Íslendingar gert með því að nota fleiri stjórntæki, þar á meðal taktísk inngrip á gjaldeyrismarkaði og sérstaka bindiskylda þegar innflæði fjármagns væri of mikið. Hins vegar væri þar verið að tala um kvikar hreyfingar sem áður segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK