Meirihluti sekta gjaldeyriseftirlitsins ekki gildur

Þegar fjármagnshöftum var komið á hér á landi undir lok …
Þegar fjármagnshöftum var komið á hér á landi undir lok 2008 voru reglur um gjaldeyrismál settar með ákvæði til bráðabirgða mbl.is/Golli

Hinn 24. apríl síðastliðinn afturkallaði Seðlabankinn stjórnvaldssektir sem lagðar höfðu verið á vegna reglna um gjaldeyrismál. Fjárhæð þeirra var samtals tæplega 44 milljónir króna. Ástæðan er sú að reglur um gjaldeyrismál sem settar voru með fjármagnshöftum undir lok árs 2008 gátu ekki talist gild refsiheimild fyrr en þær voru staðfestar með lögum 2011.

Þegar fjármagnshöftum var komið á hér á landi undir lok 2008 voru reglur um gjaldeyrismál settar með ákvæði til bráðabirgða. Á grundvelli þessara reglna tók gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fyrir fjölda mála vegna brota sem áttu sér stað frá því höftin voru sett á þar til þau voru staðfest með lögum. Fjölda mála lyktaði með stjórnvaldssekt eða sáttum og nam heildarfjárhæð sektargreiðslna sem runnu í ríkissjóð rúmlega 204 milljónum króna.

72% áttu ekki stoð í lögum

Í lok janúar birti umboðsmaður Alþingis álit vegna kröfu einstaklings um að Seðlabanki afturkallaði sekt hans vegna brota á áðurnefndum reglum. Leiddi það til þess að Seðlabankinn sendi bréf til ríkissaksóknara og óskaði þar með eftir að ríkissaksóknari útskýrði ummæli sín sem fram komu í afstöðu hans til sex mála frá 20 maí 2014 sem Seðlabankinn, að mati umboðsmanns Alþingis, hafði ekki tekið afstöðu til. Í svarbréfi hans kom fram að hans mat væri að reglurnar gætu ekki talist gild refsiheimild.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK