Office 365 ekki orsakavaldur

Office 365 veldur því ekki að netglæpum fjölgi.
Office 365 veldur því ekki að netglæpum fjölgi. mbl.is/Hanna

„Office 365 er enginn orsakavaldur þess að netglæpir eru tíðari eða umfangsmeiri í heiminum í dag,“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, sem ritaði nýverið grein á LinkedIn um ráðstefnu RB og Syndis í síðustu viku þar sem fjallað var um netglæpi undir yfirskriftinni: „Netógnir í nýjum heimi.“

Vitnað var í erlendan sérfræðing, Jan Kastrup að nafni, sem sagði í erindi sínu að í kjölfar innleiðingar á Office 365 hefði fjárhagslegur ávinningur af tölvupóstsvikum margfaldast.

Að sögn Heimis er slík framsetning tekin úr samhengi. „Það sem má heimfæra upp á þessa fullyrðingu er að vissulega eru gríðarlega mörg íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög farin að nýta sér Office 365. Og af því að þjónustan er það algild þá eiga glæpamenn til stöðluð samskipti sem þeir geta nýtt sér til þess að tala við fólk sem er að nýta sér þessa þjónustu, sem á sinn hátt fellir þá niður allar varnir sem því hafa verið kenndar gagnvart netglæpum og framkvæmd þeirra,“ segir Heimir en að hans sögn má koma í veg fyrir margs konar netglæpi með þjónustu Microsoft.

„En þessi breyting að fyrirtæki eru ekki sjálf að halda utan um tölvupóstsþjónustu, og treysta aðila eins og Microsoft til þess að gera það, gerir þeim síðan kleift að nýta lausnir sem geta komið í veg fyrir margskonar netglæpi. Það eru til lausnir sem hægt er að hengja við Office 365 lausnir sem gera fyrirtækjum kleift að merkja tölvupóst sem sendur er á t.d. fjármálastjóra og innihalda kennitölu, upplýsingar um bankareikninga eða aðrar viðkvæmar upplýsingar. Þannig má koma í veg fyrir að tölvupóstglæpir skaði viðkomandi fyrirtæki.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK