Lárus nýr fasteignastjóri Hörpu

Lárus Elíasson, nýr fasteignastjóri Hörpu.
Lárus Elíasson, nýr fasteignastjóri Hörpu. Ljósmynd/Aðsend

Lárus Elíasson hefur verið ráðinn fasteignastjóri Hörpu. Tilkynnt var um ráðninguna í dag. 

Lárus er með meistaragráðu í stjórnun fyrirtækja og vélarverkfræði. Hann hefur lengst af starfað sem stjórnandi í orkugeiranum, bæði innanlands og utan, við sölu, hönnun, smíði og gangsetningu virkjana. 

Á meðal annarra starfa Lárusar má nefna margvísleg verkefni á sviði rekstrar og stjórnunar, úttekt og eftirlit með flugvöllum og loks kennslu í verkefnastjórnun og rekstri fyrirtækja við Háskóla Íslands. 

„Það felast í því tækifæri að leiða fasteignasvið þessa einstaka húss. Harpa hefur þegar sannað gildi sitt og framundan eru mikilvæg verkefni sem tengjast fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Ég hlakka til þess að leggja mitt af mörkum,“ er haft eftir Lárusi í tilkynningu. Hann tekur til starfa 1. nóvember, 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK