40% nefndu Heimkaup.is

Neytendur þekkja Heimkaup.is vel.
Neytendur þekkja Heimkaup.is vel.

Tæplega 40% svarenda í nýrri könnun MMR fyrir netverslunina Heimkaup.is, nefndu Heimkaup.is fyrst þegar spurt var „Hvaða íslenska vefsíða sem selur vörur eða þjónustu kemur fyrst upp í hugann?“

Könnunin var framkvæmd dagana 30. september-9. október sl. og náði til úrtaks fólks eldra en 18 ára, af öllu landinu.

Þegar rýnt er í niðurstöður könnunarinnar má sjá að Heimkaup.is er mun betur þekkt en aðrar íslenskar netverslanir, en sú sem er næst best þekkt, Hópkaup.is, var nefnd í 9,2% tilvika. Í þriðja sætinu er Elko.is með 7,4%, Aha.is kemur þar á eftir með 5,5% og Bland.is kemur þar á eftir með 3,6%.

Til gamans má geta þess að Heimkaup.is, Hópkaup.is og Bland.is eru öll í eigu sama fyrirtækisins, Wedo.

Hægt er að lesa meira í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK