Sádiarabískur olíurisi á markað

Frá kauphöll Sádi-Arabíu í borginni Riyadh en þar verða hlutabréfin …
Frá kauphöll Sádi-Arabíu í borginni Riyadh en þar verða hlutabréfin í Aramco seld. AFP

Sádiarabíski olíurisinn Aramco, tekjuhæsta fyrirtæki í heimi, er á leið í hlutafjáruppboð. Fyrst um sinn mun það eingöngu fara fram í Sádi-Arabíu og 1-2% af hlutabréfum fyrirtækisins, sem er í ríkiseigu og metið er á 1,7 billjónir Bandaríkjadollara, verða til sölu.

Staðið hefur til í nokkurn tíma að koma þessu útboði á, eða frá árinu 2016, en það hefur tafist vegna þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur talið fyrirtækið enn verðmætara, eða yfir 2 billjónir Bandaríkjadollara. Salan er hluti af áætlunum prinsins um viðamikla uppbyggingu í landinu, en féð sem fæst í uppboðinu á m.a. að nota í að koma nýjum verkefnum á fót, í framkvæmdir og að koma fótum undir nýjar atvinnugreinar. Áhersla verður ekki síst lögð á sjálfbærni og hafa þessar áætlanir verið nefndar einu nafni Saudi Vision 2030.

Amin Nasser forstjóri Aramco og Yasir al-Rumayyan stjórnarformaður Aramco á …
Amin Nasser forstjóri Aramco og Yasir al-Rumayyan stjórnarformaður Aramco á blaðamannafundi í morgun þar sem áform um að fyrirtækið væri á leið í hlutafjáruppboð voru kynnt. AFP

Aramco dælir um 10% af allri olíu heims og hagnaður fyrirtækisins var 111,1 milljarður Bandaríkjadollara í fyrra, sem er meira en samanlagður hagnaður Apple, Google og Exxon Mobil. „Dagurinn í dag er mikilvægur í sögu fyrirtækisins og markar tímamót á leiðinni að Saudi Vision 2030,“ segir Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Aramco. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK