Hagnaður Ryanair 1,15 milljarðar evra

Eldsneytiskostnaður Ryanair jókst um 22% á milli ára.
Eldsneytiskostnaður Ryanair jókst um 22% á milli ára. AFP

Hagnaður írska flugfélagsins Ryanair nam 1,15 milljörðum evra á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins og er þetta sama afkoma og á sama tímabili árið á undan.

Í tilkynningu frá Ryanair kemur fram að skýringin á því að hagnaður félagsins jókst ekki á milli ára sé lítil eftirspurn frá Bretlandi, hörð samkeppni annars staðar frá í Evrópu og hækkun á eldsneytisverði.

Að meðaltali lækkaði verð á flugmiða um 5% á milli ára og er það vegna minni eftirspurnar í Bretlandi og offramboðs á flugferðum í Þýskalandi og Austurríki. 

Tekjur Ryanair jukust um 11% og voru 5,39 milljarðar evra en eldsneytiskostnaður jókst um 22% og var 1,59 milljarðar evra á sama tíma og kostnaður vegna starfsfólks jókst.

Ryanair hefur gefið út afkomuviðvörun fyrir rekstrarárið í heild ekki síst vegna stöðu mála í Bretlandi og Brexit.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK