IAG kaupir Air Europa

AFP

Móðurfélag British Airways og Iberia, IAG, er að kaupa spænska flugfélagið Air Europa á 1 milljarð evra, sem svarar til 139 milljarða króna. 

IAG, sem er skráð í kauphöllinni í London, segir í tilkynningu að skrifað hafi verið undir samkomulag um kaupin við eiganda Air Europa, Globalia. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Madrid verður ein stærsta starfsstöð félagsins og með kaupunum muni IAG fljúga á fleiri áfangastaði í rómönsku Ameríku og ríkja við Karíbahaf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK