Markmiðið: Raunverulegt íslenskt lággjaldaflugfélag

Frá kynningunni á flugfélaginu Play í morgun.
Frá kynningunni á flugfélaginu Play í morgun. mbl.is/Hari

Markmiðið með stofnun flugfélagsins Play, sem kynnt var í Norðurljósasal Perlunnar nú rétt í þessu, er að stofna raunverulegt íslenskt lággjaldaflugfélag. Þetta sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri félagsins, á fundinum. Félagið ætlar sér að hefja rekstur með nýtt flugrekstrarleyfi frá grunni. Sagði Arnar að það hefði ekki verið gert hér á landi í nokkra áratugi.

„Það þarf ýmislegt svo það gangi upp,“ sagði Arnar á fundinum. Nefndi hann að félagið þyrfi mannauð, fjármagn, leyfisveitingu, flugvélar og tölvukerfi. Nefndi hann að leyfismál væru svo gott sem frágengin hjá Samgöngustofu  „Því ferli er nánast lokið.“ Þá sagði Arnar að félagið myndi aðeins fljúga einni flugvélategund.

Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, kynnti fyrirætlanir félagsins á flugmarkaði.
Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, kynnti fyrirætlanir félagsins á flugmarkaði. mbl.is/Hari

Hann sagði að mikil vinna hefði farið í handbækur í tengslum við leyfisveitingu, en þær væru um 10 þúsund blaðsíður.

Þá sagði hann félagið byggt upp með það í huga að geta stækkað á komandi misserum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK