Sex flugvélar næsta vor

Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, kynnti fyrirætlanir félagsins á flugmarkaði.
Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, kynnti fyrirætlanir félagsins á flugmarkaði. mbl.is/Hari

Flugfélagið Play áformar að hefja flug á tveimur Airbus A320-flugvélum til sex áfangastaða í Evrópu nú í vetur. Svo verður fjórum flugvélum sömu fjölskyldu bætt við í vor og flug hafið til Norður-Ameríku. Þetta kom fram í máli Arnars Más Magnússonar, forstjóra félagsins, á kynningarfundi í Perlunni í dag.

Sagði Arnar að félagið væri ekki tilbúið að svo stöddu að gefa upp til nákvæmlega hvaða staða ætti að fljúga, en hugmyndafræðin væri að tengja Norður-Ameríku og Evrópu í gegnum Ísland.

Sagði hann að núna í vetur væri farið til helstu borga og kannski tveggja sólarlandastaða, en svo í vor þegar fleiri flugvélar bætast við myndi flug til Norður-Ameríku hefjast. Sagði hann að einhvern tíma myndi taka að fá leyfi til að fara til Norður-Ameríku eftir að flugrekstrarleyfi á Íslandi kæmi til og því væri þessi bið.

mbl.is/Hari

Áformað er að fljúga til fjögurra stórra borga í Norður-Ameríku frá og með næsta vori.

Sagði Arnar að áfangastaðir yrðu gefnir upp þegar sala á miðum hæfist seinna í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK