Fjórar höfuðborgir og tveir sólarferðastaðir

Play hyggst byrja á því að fljúga til þessara sex …
Play hyggst byrja á því að fljúga til þessara sex áfangastaða í Evrópu, en ráðgerir að fljúga til Norður-Ameríku þegar flugvélaflotinn stækkar. mbl.is/Hari

Áfangastaðirnir sex sem flugfélagið Play horfir til þess að fljúga til í upphafi eru Kaupmannahöfn, London, París, Berlín, Alicante og Tenerife. María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi flugfélagsins, staðfestir í samtali við mbl.is að Play ræði nú við flugvelli á þessum áfangastöðum um að hefja flug þangað.

Kjarninn greindi frá því fyrr í dag að þessir áfangastaðir hefðu verið kynntir fyrir innlendum fjárfestum í síðustu viku, auk margvíslegra annarra upplýsinga um áform félagsins og fjármögnun.

María Margrét segir að hlutirnir geti þó enn breyst og flugáætlun félagsins verði kynnt rækilega þegar hún verður alveg staðfest, „mjög fljótlega“. Aðspurð segir hún að Play sé ekki að horfa til neinna annarra áfangastaða í Evrópu sem stendur.

„Það er ekkert endanlega komið neitt, annars værum við búin að tilkynna þetta allt saman,“ segir María Margrét.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK