Hafa selt yfir eina milljón Cadillac-bifreiða í Kína

Cadillac CT5.
Cadillac CT5.

Bandaríski bifreiðaframleiðandinn General Motors‘ Cadillac hefur nú selt yfir eina milljón ökutækja í Kína. Það gerir fyrirtækið jafnframt fjórða í röðinni til að ná áfanganum, en áður höfðu þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes-Benz gert slíkt hið sama. Þetta var meðal þess sem fram kom við kynningu SAIC-GM á bifreiðinni Cadillac CT5 í Peking nú fyrir skömmu, en fyrirtækið hefur yfirumsjón með framleiðslu Cadillac-ökutækja í Kína.

Það sem af er ári hafa ríflega 164 þúsund Cadillac-bifreiðar verið seldar á meginlandi Kína sem jafnframt gerir um 0,8% hækkun frá árinu 2018. Það þykir athyglisvert í ljósi þess að bifreiðasala í Kína hefur dregist töluvert saman milli ára, eða um tæp 12%.

Kínamarkaður í mikilli sókn

Wang Yongqing, forseti SAIC-GM, hóf innflutning á Cadillac til Kína árið 2003, en í samtali við kínverska fjölmiðla segir Wang að mikill vöxtur hafi átt sér stað hjá fyrirtækinu síðustu ár. „Vinsældir bifreiða frá okkur hafa verið að aukast mikið síðustu ár og hafa þess utan vakið mikla lukku hjá einstaklingum sem kunna að meta gæði. Nú höfum við verið á markaðnum í 16 ár og erum áfram staðráðin í því að veita Kínverjum þægindi sem ekki þekkjast hjá öðrum bifreiðaframleiðendum,“ er haft eftir Wang.

Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu Cadillac í Kína, en síðustu tvö ár hefur Kínamarkaður verið umtalsvert stærri en Bandaríkjamarkaður og selur fyrirtækið því flestar bifreiða sinna þangað. Cadillac hefur fjárfest fyrir tæplega 4,3 milljarða Bandaríkjadala í framleiðslu- og þróunarverksmiðjum auk þess sem ríflega 300 söluaðilar eru víðs vegar um landið. Sé litið til vaxtar fyrirtækisins undanfarin ár má ráðgera að ekkert lát sé á áframhaldandi velgengni Cadillac í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK